Í dag er mæðradagurinn. Sameiginleg móðir okkar allra Móðir jörð ber án alls vafa heiðurinn af þessum degi.
Móðirin sem hefur alið okkur, hlúð að okkur, fætt okkur og nært frá örófi alda.
Móðirin sem elskar okkur öll án skilyrða, fyrirgefur og umber öll okkar mistök.
Þegar við misstígum okkur hjálpar hún okkur á fætur, líkt og móðir sem tekur í hönd barns þegar það stígur sín fyrstu skref.
Móðir jörð er elskan sem gefur okkur líf til að lifa á jörðinni. Án hennar gætum við ekki lifað.
Andann gefur faðir okkar á himnum, en líkaminn er frá móður okkar Jörð.
Hjarta móður slær alltaf í takt við okkar hjarta.
Elska móður er skilyrðislaus. Heiðrum allar mæður í dag sem og alla aðra daga