Mikilvægi frelsis

Skortur á frelsi jafngildir skerðingu á lífsgæðum. Frelsi er undirstaða frjálsar hugsunar. Þegar frelsi er tekið frá borgurunum erum við komin í þá fjötra sem minnkar getu okkar til að þroskast og vaxa. Frjáls vilji til athafna, hugsunar og tjaningar er grunnur að þeirri heimsmynd sem æskileg er til að við getum blómstrað á þann hátt sem er best fyrir okkur. Tímarnir sem við upplifum nú má líta á sem prófraun. Þeir sem missa trú á eigin getu, vilja og sýn falla á prófinu. Þeir sem hafa nú þegar opnað augu sín fyrir ljósi Guðs vita að frelsið má aldrei framselja fyrir efnisleg gæði. Við verðum að leysa þessa þraut sjálf en með Guðs hjálp styrkjast þeir sem fylgja innri sannfæringu.

Mannslíkaminn er skapaður af Guði og er fullkominn þegar hann er í réttu flæði við efni og anda. Það sem hefur gerst á undanförnum árum er að fleiri og fleiri hafa gleymt að sinna andanum og því hefur líkamleg heilsa veikst í hlutfalli við það. Til að rétta brautina þarf að efla andann því hann er efninu sterkari. Öndunaræfingar, rétt mataræði, góð hreyfing, útivera, gleði og léttleiki er allt sem þarf. Ónæmiskefi okkar eflist við samveru, hlýju og nánd. Sundrung og afmörkun veikir okkur. Þeir sem hafa enn trú á guðsandanum skulu gefa sér stund til að njóta samveru, gleði og ekki gleyma að hlakka til.

Setjum okkur markmið hvað varðar samverustundir, vöxt og þroska. Á hverjum degi er nauðsynlegt að lesa eða hlusta á uppbyggilegan andlegan texta. Hlátur lengir lífið og því skulum við finna eitthvað sem gleður og fær okkur til að hlæja á hverjum degi. Við skulum umgangast börn eins oft og við höfum tök á, þau eru tær og með óspillta guðsorku. Munum að gefa af okkur og rækta þá hæfileika sem við höfum fengið í vöggugjöf. Þeir hæfileikar eru til að efla samfélagið og bæta. Við megum ekki vera feimin við að láta ljós okkar skína öðrum og okkur sjálfum til ánægju. Við höfum öll eitthvað einstakt fram að færa. Guð veri með okkur alla daga, allt til enda veraldar.