Mikilvægasta verk dagsins

Ertu búin/n að setja það í forgang fyrir daginn að tengjast þínum innst kjarna? Ef ekki, skaltu gefa þér stund í dag til þess. Mikilvægast öllum öðrum verkum dagsins er að þú sért meðvituð/meðvitaður um ljósið innra með þér og leyfir því að flæða óhindrað um þig, þér til heilunar og öðrum til góðs. Þú ert farvegur ljóssins, án þín gæti ljósið ekki streymt í allri sinni fegurð. Ljósið býr í öllum og öllu. Það sem þú borðar ber með sér ljós, það sem þú sérð ber með sér ljós, það sem þú hugsar er orka ljóssins. Ljósið er upphaf alls og endir alls. Þú ert ljós, ég er ljós, Guð er ljós.