Mikilvægasta hlutverk þitt

Þú gegnir mörgum hlutverkum sem þú sinnir vel en eitt hlutverk er mikilvægast þeirra allra: Það er að leyfa þínum innsta kjarna að skína í gegn, þar sem þú fellir grímurnar. Önnur hlutverk sem þú hefur tekið að þér hafa kannski hjálpað þér til að komast betur áleiðis á þeirri braut sem þú hefur valið, en lífsbraut sálarinnar þarf að vera í samræmi við leiksviðið sem þú hefur valið að leyfa þér að blómstra á. Hafðu kjark til að sýna umheiminum hver þú raunverulega ert. Hvar liggja hæfileikar þínir, óskir og þrár? Þú ákvaðst áður en þú fæddist að láta ljós þitt skína, vera farvegur Guðs í orði og verki svo að þú sem sál gætir þroskast fallega og haft jákvæð áhrif á samferðafólk þitt, sem og haft þau áhrif á samfélagið að tilvera þín á jörðinni skipti máli. Ekki vera feimin/n að vera þú sjálf/ur. Þú ert ekki þau hlutverk sem þú ert að sinna dagsdaglega. Þú ert kærleiksrík sál með góðan ásetning. Nýttu drifkraft þinn og persónuleikann til að komast þangað sem hugur þinn og hjarta þráir að vera en svo skaltu sleppa taki af eigin hagsmunum og þrám, til að geta þjónað betur fjöldanum og Guði.