Miðlun

Miðlun er ekkert annað en tenging við visku ljóssins. Það geta allir tengst ljósinu á einn eða annan hátt. Við berum öll neista af ljósinu innra með okkur, ljósi sem aldrei slokknar. Hvorki dauði né endalok mannlegrar tilvistar getur grandað þessu ljósi. 

Gefðu þér reglulega stund til að kyrra hugann, loka augunum á hljóðum stað og tengjast inn á við. Skilaboðin sem þú getur fengið eru af ýmsum toga s.s. myndir, tákn, litir, setningar, tilfinningar, tónlist. Þegar góðri tengingu er náð er eins og þú sért í beinu sambandi við frumkrafta alheimsins. Sumir nema tónlist á þennan hátt, aðrir texta, enn aðrir skilning á sálinni og list í ýmsum myndum. Þegar þú ert með spurning sem þú þarfnast svars við skaltu prófa þessa leið. Kannski kemur svarið til þín, jafnvel svar sem þú áttir alls ekki von á. 

Leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða. 

Þú getur valið að ráfa um í myrkrinu eins lengi og þú vilt en ljósið er aldrei langt undan, það er þitt að hleypa birtunni inn í líf þitt. Máttur vilja þíns er varinn, við megum aldrei grípa fram fyrir hendur þínar og ákvarðanir nema stundum þegar hætta bera að og sál þín þarfnast verulegar aðstoðar. Þú ert lamb Guðs og það er skylda okkar að gæta hjarðarinnar svo enginn glatist.