Máttur jarðar

Um þessar mundir jörð skelfur og mannfólk með. Máttur jarðar er meiri en máttur manna. Mikilvægt er í slíkri stöðu að halda ró sinni og treysta að allt fari vel. Vegir Guðs eru órannsakanlegir og því er það ekki mannanna að reyna að átta sig á hvaða þrautir eru lagðar fyrir hvern og einn. Þroski kemur út frá þjáningum og lykill að sálarþroskanum fæst með því að taka hverja þjáningu og umbreyta henni í kærleika. Þegar raunir herja á fólk er leið samkenndar að breiða út faðminn og bjóða fram aðstoð sína. Saman getið þið svo miklu meira en þegar einn og einn reynir að leysa sín vandamál sjálfur. Opnið hús ykkar og hjörtu fyrir þeim sem þurfa á hjálpinni að halda. Veitið hlýju, yl og styrk. Óvissan er alltaf erfiðust og því ber ykkur að sýna öryggi og styrk í aðstæðum sem ykkur er yfirþyrmandi. Guð veri með ykkur og munið að hjálpast stað.