Notar þú bæn til að biðja fyrir þeim sem þurfa á aukinni hjálp að halda? Bæn er máttugri en nokkur orð. Með bæninni ertu að biðja um hjálp englanna og Guðs. Þú hefur frjálsan vilja og fullt vald yfir lífi þínu en ef þú vilt fá hjálp frá æðri mætti geturðu notað bænina til að gefa vísbendingu um að þú þurfir aukinn styrk, aukið ljós fyrir þig og þína. Þér er alltaf svarað þó svo að þú sjáir það kannski ekki augljóslega. Þú getur litið á bænina eins og símtal þitt við Guð og englana. Þegar þú biður með miklum tilfinningum eykst ljósið þitt því þér er veitt aukin hjálp að handan. Notaðu bænina óspart bæði þér til hjálpar og þeim sem þú veist að þurfa á hjálp Guðs að halda.