Markmið

Hvert skref sem þú tekur í átt að markmiði þínu leiðir þig nær draumi þínum. Á hverjum degi geturðu tekið eitt skref, eitt í dag, annað á morgun og það þriðja hinn daginn. Smám saman nálgast áfangastaðurinn. Njóttu ferðarinnar og ferðalagsins. Ekki hafa áhyggjur af útkomunni, láttu hverjum degi að nægja sín verkefni og ásettu þér að halda einbeitingu. Hafðu skýra sýn á hvert þú ert að stefna. Þú getur teiknað upp markmiðið, málað það eða prentað út mynd af því. Kannski hentar þér að hafa markmiðið skriflegt en umfram allt skaltu hafa það fyrir augunum á hverjum degi.

Þegar markmiðið er skýrt hjálpar alheimurinn þér að ná því, kannski ekki á þeim hraða sem þú sást fyrir en á þeim hraða sem þroski þinn leyfir. Trúðu og treystu því að þú fáir meðbyr til að ná áfangastað. Leyfðu draumum þínum að fá vængi, leyfðu draumum þínum að rætast, leyfðu draumum þínum að verða að veruleika.