Ljósið í myrkrinu þenst út þegar alheimurinn er í takti við alla menn. Spenntu greipar og biddu um þá hjálp sem þú þarfnast. Englarnir hlusta þegar þú biður en þú þarft að gefa þér stund til að biðja um þá aðstoð sem þú þarfnast. Nú er ljósið að fara að aukast aftur og þá er gott að sjá um leið ljósið í hjarta þínu þenjast út til allra hluta líkama þíns. Ljósið er sterkara en myrkrið og því höldum við upp á komu ljóssins til jarðar. Jól er hátíð ljóss og friðar. Jólin eru stund gleðskapar og fögnðuar. Þegar þú glest með vinum og fjölskyldu tengistu kærleikanum sem bindur ykkur saman. Þetta er sami kærleikur og bindur alla menn saman og allt líf. Kærleikur er ljósþráðurinn sem er á milli allra. Styrktu þennan ljósþráð, ljósleiðara með bænum og góðum verkum.
Miðlun á vetrarsólstöðum 21.12.21