Hjartalag þitt sýnir meira hver þú ert heldur en orð þín og gjörðir. Ljós uppsprettunnar skín frá hjarta þínu. Guð þarfnast þín til að miðla áfram kærleika sínum og visku. Leyfðu ljósinu að streyma óhindrað í gegnum þig og gerðu allt sem í þínu valdi er til að taka á móti ljósi Guðs. Ljósið er sú eining sem sameinar allt, eins konar þráður sem bindur allt saman og tengist öllu. Líttu á sjálfan þig sem ljósbera. Deildu ljósi þínu þar sem er myrkur. Hjartalag þitt og kærleikur birtist með ljósinu. Segðu minna en meira, gerðu minna en meira. Líttu á þig sem verkfæri Guðs og leyfðu guðlegum mætti að leiða þig áfram. Guð mun vel fyrir sjá. Jesús Kristur var dæmi um mann sem kunni þetta best. Hafðu hann sem fyrirmynd og lærðu að þekkja orð hans og kennslu. Það eru líka fleiri spámenn og meistarar sem hafa komið fram á jörðinni en Jesús var og er ljós heimsins, hann leyfði Guði að vinna óhindrað í gegnum sig.