Litir til heilunar

Þegar þú finnur fyrir gremju vegna einhvers sem snertir þig skaltu anda djúpt. Fylltu líkama þinn af nýju súrefni og sjáðu fyrir þér andardrátt þinn í einhverjum fallegum lit sem hefur heilandi áhrif á líkama þinn um leið. Litir bera allir með sér ólíka tíðni, orku og heilunarmátt. Athugaðu vel hvaða lit þú heillast af þessa dagana. Mögulega gefur það þér vísbendingu um hvað líkami þinn og andi þarf mest á að halda núna. Hver litur tengist mismunandi orkustöðvum líkama þíns. Litur á lægri sveiflutíðni tengist neðri orkustöðvum og litur á hærri sveiflutíðni tengist inn á efri orkustöðvar. Sjáðu líka fyrir þér verndandi lit hjúpa líkama þinn svo engin óþægileg samskipti nái inn fyrir þinn verndarhjúp. Sjáðu fyrir þér fallegan lit umvefja líkama þinn eins og verndarskjöld. Andaðu nokkrum sinnum djúpt og fylltu þig af orku, gleði og krafti til að takast á við nýjan dag, nýjar áskoranir og nýjar tilfinningar.