Lífsins elexír

Vatn er lífsins elexír. Án vatns er ekkert líf á jörðunni. Notaðu vatn til heilunar á eins fjölbreyttan máta og þú getur hugsað þér. Þegar þú ferð í sturtu eða bað skaltu sjá fyrir þér tilfinningar þínar hreinsast um leið og líkaminn verður hreinni. Gott er að sjá fyrir sér vatnið í einhverjum lit sem kemur upp í hugann en það er vísbending um litinn sem þú þarfnast mest þann daginn. Drekktu daglega vel af vatni. Allar frumur líkamans þurfa á vatni að halda til að geta starfað eðilega. Oft er þreyta og höfuðverkur tilkominn vegna vatnsskorts. Farðu eins oft og þú getur í sund eða pott (kaldan eða heitan). Sjósund gerir manni líka gott. Þú getur einnig ímyndað þér að þú liggir í vatni, leyfir þér að fljóta um og sleppir um leið taki af áhyggjum þínum og sorgum. Leyfðu tárum þínum að streyma fram, sorg sem þú geymir í hjarta þínu heilast með gráti. Vertu í flæði.