Lífið er leikur sem þú átt skilið að njóta

Alla ævi þurfum við að taka til í hjörtum okkar. Lífð færir okkur alls kyns verkefni sem hafa áhrif á tilfinningalíf okkar og sumar tilfinningar hafa tilhneigingu til að sitja eftir í líkamanum. Hamlandi tilfinningar eins og reiði, skömm, sektarkennd og höfnun draga úr okkur. Því er nauðsynlegt að staldra við öðru hvoru og taka til innra með sér. Leyfa athyglinni að beinast inn á við og skoða skugga okkar og íþyngjandi tilfinningar og vega og meta hvað við viljum gera til að halda áfram.

Er kominn tími til að fyrirgefa? Er kominn tími til að sleppa taki? Er kominn tími til að hlúa að blæðandi sári?

Finndu leið sem hentar þér til að vinna með tilfinningar þínar. Kannski viltu skrifa niður það sem bærist innra með þér. Kannski viltu ræða við einhvern um líðan þína. Kannski viltu hleypta tilfinningum þínum upp á yfirboðið með öðrum hætti. Sumum reynist gott að vera í einrúmi úti og sjá fyrir sér tilfinningarnar hverfa á huglægan hátt. Öðrum finnst gott að vera úti í náttúrunni, standa við ólgangdi hafið eða fá líkamlega útrás með einhverjum hætti. Hvað sem hentar þér er rétt leiðin fyrir þig. Notaðu afmarkaða stund til að vinna úr tilfinningum þínum og haltu svo áfram léttari í lund.

Lífið er leikur sem þú átt skilið að njóta. Ekki láta fortíðina draga úr þér, sáðu fræjum í dag sem þú vilt uppskera í framtíðinni. Finndu tilhlökkun í hjarta þínu til að mega vaxa og þroskast. Tilhlökkun til að njóta lífsins með öllum þeim ákorunum sem það færir þér. Þú ert sterkari en þú virðist, hugrakkari en þú sýnist og klárari en þú heldur.