Leyfum Guði að ráða för

Þegar leikið er með flugdreka er best að velja veður þegar vindar blása. Flugdrekinn dansar skemmtilega um himininn, fer upp og niður og í hringsnúninga. Sá sem heldur í tauminn á fullt í fangi með að stýra ferðinni. Stundum gengur erfiðlega að fá drekann á flug og stundum steypist hann hressilega á jörðina aftur.

Þessu er líkt farið með okkur mennina. Við erum eins og flugdrekar á himnum, eigum oft erfitt með að koma okkur á flug, eigum svo í vandræðum með að halda flugi þegar vindar blása kröftuglega á móti okkur, stundum tekst okkur að sýna listir okkar en stundum steypumst við niður aftur.

Ólíkt flugdrekaeigandanum sem á fullt í fangi með að halda í taumana og stýra ferðinni missir Guð aldrei sjónar af okkur. Guð leyfir okkur að dansa að vild og veit að þegar vindar blása getum við nýtt vindinn okkur til góðs, farið enn hærra og sýnt listir okkar enn betur. Þegar við höfum lært að leyfa Guði að stýra ferðinni er engin hætta á að lendingin verði harkaleg. Guð veit hvað okkur er fyrir bestu. Leyfum Guði að ráða för. Treystum og trúum þá munt allt fara vel.