Þegar þú stendur frammi fyrir krefjandi verkefni eða ákvörðun skaltu ávallt biðja um leiðsögn Guðs. Þú getur beðið um aukinn styrk, hugrekki eða visku til að fá sem bestu mögulegu útkomu. Sjáðu fyrir þér ljós Guðs umlykja þig og finndu allan þann kærleika sem þér er veittur. Þegar þú stendur í Guðs ljósi eru þér allir vegir færir, þú finnur fyrir meðbyr og ert í flæði við allt og alla. Lærðu að stilla þig inn á innsæi þitt, hlusta eftir svörum innra með þér, taktu eftir leiðbeiningum í formi tákna og tilfinninga. Þú gætir jafnvel fundið líkamleg einkenni eins og þrýsting, stingi, hitabreytingu eða aukinn hjartslátt. Ekki streitast á móti, leyfðu ljósinu að streyma í gegnum þig, óhindrað og áreynslulaust. Þú ert farvegur ljóssins.