Leið að betra jafnvægi

Jafnvægi byrjar í huganum. Ef hugur þinn er laus undan áþján neikvæðra og niðurdragandi hugsana máttu búast við gleðirikum dögum. Lærðu að temja þér létt hugarfar sama á hverju bjátar i lífi þínu. Hugur þinn er grunnur að vellíðan. Láttu ekki utanaðkomandi áreiti, fólk og upplifanir sem þú telur ekki við hæfi koma þér úr jafnvægi. Kyrrðin býr innra með þér. Æfðu þig í að öðlast hugarró. 
Sjáðu fyrir þér ljósgeisla streyma fá himnum til þín. Leyfðu þessum ljósgeisla að fylla sál þína og líkama af kærleik og gleði. Leyfðu ljósinu að hreinsa burt áhyggjur, sorg og vanlíðan. Slepptu taki af því sem íþyngir þér. Gleðin og hamingjan byrjar innan frá en þá þarftu líka að gefa henni rými með því að henda út óþarfa drasli. Þegar þú ert í jafnvægi er gott að umgangast þig, þú bregst við álagi af yfirvegun og ert þar með öðrum fyrirmynd.