Lærðu að treysta framvindu lífsins

Of margir hræðast hið óþekkta, framtíðina og fylla hug sinn af áhyggjum. Lærðu að treysta framvindu lífsins, taka breytingum fegins hendi og hlaupa fagnandi á móti framtíðinni með opinn faðm. Tækifærin eru mörg, þú þarft bara að koma auga á þau með því að fylgja hjartanu og skerpa sýn þína á hvað það er sem skiptir raunverulega máli. Þegar fólk hættir að flokka, dæma og horfa á hvert annað einungis á yfirborðinu munum við sjá breytingar. Það þarf að þjálfa einstaklinga í að horfa dýpra, inn í sál hvers og eins, þá fyrst munum við sjá breytingar meðal manna. Lærið af dýrunum. Þau eru einlæg og hjartahrein.