Kyrrð dögunar

Í kyrrð dögunar er gott að ná tengingu við þitt innra ljós. Þegar sólin rís, rís orka þín einnig, Nýttu þessa mjúku upprisu til að vekja þig mildilega, vekja þig til vitundar um ljósið innra með þér. Gefðu þér stund að morgni til að hlúa að þér og þínu ljósi. Sittu hljóð/ur með lokuð augun og fylgstu með andardrætti þínu. Andardráttur þinn minnir á andardrátt Guðs. Alheimurinn þennst út og hann minnkar. Allt eftir ákveðnum reglum og sannleika. Það er ekki fyrir nokkurn mann að skilja grunnreglur alheimsins en þú getur vel tengst þessu náttúrulögmáli í gegnum andardrátt þinn og hljóðan huga. Finndu friðinn, sæluna og gleðina sem býr innra með þér þegar þú tengir þig djúpt við kærleika Guðs. Hjálpaðu til við að breiða út kærleikann á hverjum degi.