Kven- og karlorka í jafnvægi

Allir hafa í sér bæði kven- og karlorku. Jafnvægi milli þessara tveggja þátta er það sem hverjum og einum ber að finna. Það bera allir með sér bæði mýkt og hörku. Fram til dagsins í dag hefur meira borið á hörku, karlorkunni í heiminum og mýktin, kvenorkan þarf að fá að komast meira upp á yfirborðið. Ef hver og einn skoðar sjálfan sig með tilliti til þess hvor orkan er að fá meira vægi hjá sér þá getum við farið að sjá breytingar í heiminum. Jafnvægi milli kvenorku og karlorku þarf að nást ef við viljum sjá betri framtíð. Kvenorkan stendur fyrir mildi, sjálfsást, fegurð, mýkt og sveigjanleika en karlorkan stendur fyrir drifkraft, hörku, hugrekki, festu og viljastyrk. Báðir þessir kraftar bærast innra með þér. Þú þarft á báðum eiginleikum að halda, án þess að annar gjaldi fyrir hinn.