Kristur mun sigra, ljósið mun sigra

Kristur kom til jarðar til að veita okkur von og minna okkur á að ljósið sigrar alltaf myrkrið. Taktu á móti Kristi í hjarta þínu. Hleyptu ljósinu að og bægðu myrkrinu burt. Kærleikurinn sem fylgir ljósi Krists bætir upp allt sem þú hefur verið að íþyngja þér. Slepptu taki af þeim þungu tilfinningum og léttu á og lyftu upp með hjálp ljóssins. Kærleiksorka Krists er slík að lund þín verður léttari, viðmót þitt bjartara og gjörðir þínar hreinni. Hjálpaðu náunga þínum að lyfta sér upp. Vertu honum fyrirmynd með því að leyfa þínu ljósi að skína. Hafðu trú á að þú getir umbreytt þér. Hafðu trú á að aðrir geti og vilji umbreyta sér. Kristur mun sigra, ljósið mun sigra. Jólin eru tilkomin til að minna okkur á sæluna sem fylgir ljósinu. Leyfðu barnslegri gleði að ná til hjarta þíns. Leyðu kátínu barna að létta þér lundina. Leyfðu þér að hlakka til, vona og trúa. Leyðu þér að upplifa kærleikann í sinni tærustu mynd. Leyfðu Kristi að snerta hjarta þitt.