Kærleikurinn krefst einskis. Hleyptu kærleikanum að hjarta þínu á hverjum degi. Kenndu samferðafólki þínu að sýna og tjá kærleikann. Hann er ljósið sem steymir frá Guði, inn í hjörtu ykkar og þaðan út um hjörtu ykkar til allra sem þið umgangist. Ljósið smýgur í gegnum allt ef því er hleypt í gegn og tekið er á móti því. Myrkrið getur ekki eytt því. Ljósið sigrar alltaf myrkrið. Kærleikurinn sigrar alltaf óttann. Á tímum sem þessum þegar veira ógnar samfélagi manna ber að huga að því að hleypa kærleikanum að en ekki leyfa ótta að stýra lífi ykkar og gjörðum. Skynsemin þarf vissulega að vera til staðar en aldrei á kostnað samveru við þá sem þið elskið og treystið.
Þroskinn sem þið munið taka út úr þessu krefjandi verkefni er líkur því að fæðast til nýs lífs. Þrengingar sem þessar ala af sér umbreytingu sem mætti líkja við fæðingu barns. Barnið hefur verið í myrkri í móðurkviði en við fæðinguna kemur það yfir í ljósið. Dauðinn er sambærilegur. Við dauðann færist einstaklingur fyrst í myrkur, þegar lífsandinn slokknar og þaðan fer sálin yfir í ljós, eilíft kærleiksljós sem umvefur, elskar og krefst einskis.