Þegar þú gefur af þér kærleika, ást og umhyggju eflist ónæmiskerfi þitt og annarra. Kærleikur er smitandi ef svo má að orði komast, notaðu því hverja stund til að dreifa kærleikanum til sem flestra. Kærleikur sigrar ótta. Kærleikur er ljós, ótti er myrkur. Kærleikur er allt umvefjandi og hefur margfeldisáhrif á þann sem bæði gefur og þiggur. Kærleikur fer ekki í manngreinarálit, kærleikur sameinar, kærleikur umber allt. Sýndu elsku þína í verki. Hafðu það að leiðarljósi hvern dag að létta líf annarra á einhvern hátt. Samfélagið þarf á því að halda þessa stundina.