Ótti og kvíði er rót vanlíðunar og óöryggis. Þegar alið er á ótta í samfélaginu getur skapast ringulreið sem erfitt er að leysa. Andstaða ótta er kærleikur og traust.
Á hverjum degi ber þér að hlúa að andlegri tengingu þinni, tengjast þínum dýpsta ljósi þar sem kærleikurinn býr.
Á hverjum degi ber þér að færa öðrum þetta ljós kærleikans.
Á hverjum degi ber þér að varðveita gildi þín.
Á hverjum degi berð þú ábyrgð á líðan þinni og stefnunni sem þú tekur í lífinu. Þú berð ábyrgð á orðum þínum og gjörðum og þú berð ábyrgð á að hugmyndir þínar fái að líta dagsins ljós.
Farðu vel með ljósið sem logar í brjósti þínu líkt og viðkvæmt kertaljós sem þarf að halda lífi í. Þú ein/n berð ábyrgð á að það slokkni ekki á þessu ljósi, þér og öðrum til heilla.
Miðlun 10.10.21