Kærleiksþráðurinn

Þegar þrætt er um ákveðin málefni eru þið ekki að lifa þann kærleiksboðskap sem Kristur boðaði. Þrætur, erjur, rifrildi og ósætti sundra hópum, hjónaböndum og vinskap. Reynið að leysa þau ágreiningsmál sem upp koma í bróðerni, sátt og kærleika. Vinnið af heilum hug, alla daga, að því að sameina en ekki ýta í sundur. Finnið kærleiksþráðinn sem tengir ykkur eilífum böndum. Kærleiksbandið getur aldrei trosnað né slitnað. Kærleikurinn milli ykkar er sterkasta afl veraldar því kærleikurinn er Guð, ljósið, ástin og viskan. Finnið tenginguna við þennan magnaða þráð sem myndar fegurstu vefnaðarmynd sem til er. Hver ljósþráður glóir sem gull frá hjörtum ykkar, fegurri sýn er vart hægt að hugsa sér. Finnið tilfinninguna streyma í gegnum hjörtu ykkar um leið og þið takið á móti ást, væntumþykju, kærleika og samkennd frá öðrum. Gefið af ykkur enn meiri ást, kærleika og samkennd til allra þeirra sem þið umgangist dag hvern. Megi ljós hjarta þíns lýsa upp veröldina.