Ljósið er tákn kærleikans og jólin eru hátíð ljóssins. Leyfið ljósi ykkar að skína skært eins og stjörnunum á himinhvolfi. Hver einasta stjarna er tengd þeirri næstu með ósýnilegum þræði líkt og ljós ykkar er tengt ljósi annarra lífvera með kærleiksþræði. Sjáðu fyrir þér ljósin tengjast frá hjörtum ykkar, líkt og ljósaþráð í fallegasta vefnaðarverki veraldar.
Hátið ljóss og friðar minnir okkur á fæðingu frelsarans og hlutverk hans á jörðu: Guð fæddist í líkingu manns til að sýna okkur að við berum öll neista Guðs innra með okkur. Hlutverk okkar allra að gefa þessum guðsneista gaum á hverjum degi, hverri mínútu og lifa sannleika Krists. Notið tækifærið um jólahátiðina að lifa þennan sannleika. Sýnið mildi, hlýju og kærleika í orðum og verki. Þær sönnu gjafir sem þið gefið eru ekki veraldlegs eðlis heldur andlegs. Þrátt fyrir myrkur, kulda og erfiðleika sem trufla samskipti manna þessa stundina er vel hægt að finna leiðir til að gleðjast í hjörtum og færa birtu í skammdegið. Það er undir hverju og einu ykkar komið hvernig þið kjósið að skapa himnaríki á jörðu.