Jafnvægi milli ólíkar krafta

Í heiminum tekst á hið góða og hið illa. Baráttan er eilíf. Þessi barátta á sér stað bæði innra með hverjum manni og einnig í samfélagi manna. Til að hið góða geti sigrað hið illa þarf hver maður að sigra sjálfan sig fyrst. Egóið drífur manninn áfram og er nauðsynlegt til að framfarir geti átt sér stað en þegar egóið hefur yfirtekið andlegt líf er ekki von á góðu frá viðkomandi. Jafnvægi verður að eiga sér stað til að framtíðin geti orðið betri. Þegar hver og einn hvílir sáttur í sjálfum sér finnur drifkrafturinn sér farveg á annan máta en með yfirgangi og frekju. Notaðu þinn innri drifkraft til að hleypa lífi í þinn andlega neista. Vertu lifandi dæmi um manneskju sem sýnir öðrum góðvild, elsku, hlýju og ást á hverjum einasta degi. Ef allir myndu hafa slíka hegðun í forgangi myndi samfélagið á jörðinni lúta öðrum lögmálum. Byrjaðu á þér og sjáðu hvort þú verðir ekki vör/var við breytingu í þínu nærumhverfi. Guð er innra með þér og þarf þína hjálp til að verða sýnilegt afl í heiminum.