Innri tiltekt

Allir bera með sér ljós og skugga. Þorir þú að horfast í augu við skuggana þína? Er eitthvað í þínu fari sem þú vilt breyta, losna við, laga eða bæta? Ef svo er, hvað hindrar þig í að gera það?

Við erum í eilífðri sjálfsvinnu á lífsleiðinni. Jafnt og þétt fáum við þrautir til að leysa og gengur okkur misvel að komast að farsælli niðurstöðu. Ef þú finnur að innra með þér eru þyngsli vegna óuppgerðra tilfinninga sem fortíðin hefur fært þér, væri ekki úr vegi að finna hentugar leiðir til að vinna með þær. Til að ljósið megi verða meira áberandi í lífi þínu og þú getir veitt ljósinu betri farveg þarftu að hreinsa til, fægja, pússa og henda út rusli. Það er enginn annar en þú sem getur gert það. Framtíðin er í þínum höndum en til þess að hún geti orðið björt og fögur þarftu að vinna heimavinnuna þína vel, undirbúa bæði líkama og sál til að taka við þeim ævintýrum sem bíða þín. Ekki láta persónuleika þinn, hlutverkin þín né leikmyndirnar villa þér sýn. Þú ert hér á jörðinni til að hleypa ljósinu óhindrað í gegnum þig en til þess þarftu að hreinsa glerið vel þar sem ljósið skín ekki vel í gegnum kámugt og skítugt gler. Notaðu daginn í dag til að taka til innra með þér.