Hver ertu?

Hver ertu þegar öll hlutverkin sem þú sinnir í lífinu hafa verið tekin af þér? Hefurðu náð að tengjast þínum dýpsta kjarna og áttað þig þannig á hver þú raunverulega ert? Ef ekki skaltu æfa þig á hverjum degi að hugleiða. Við hugleiðsluiðkunina lærirðu smám saman að bægja burt óþarfa hugsunum og hlusta eftir rödd hjartans. Þú berð guðsneista innra með þér og þessi guðsneisti er allt sem þú þarft til að lifa hamingjuríku lífi. Þegar þú hefur náð andlegri tenginu við Guð innra með þér geturðu æft þig í að breiða út kærleika Guðs meðal samferðafólks þíns. Eflaust finnst þér auðveldast að sýna þeim sem standa þér næst ást og umhyggju en svo geturðu smám saman víkkað út hópinn sem þú vilt snerta.

Guð er allt sem er og það er þitt að deila ljósi Guðs áfram. Nýttu daginn í dag til þess og vittu til, þú munt öðlast djúpa hamingju.