Þegar þú þorir að sýna hver þú raunverulega ert mun vegur þinn verða greiðfær. Þú munt finna meðbyr i öllu því sem þú tekur þér fyrir hendur. Þú munt finna frelsi, frið og ánægju í hverjum daglegum athöfnum. Því skaltu spyrja þig regluleg hver þú ert. Kafaðu djúpt til að leita svars. Svarið er að finna innra með þér, í kjarna þíns innra sjálfs. Í grunninn erum við öll eins, við erum samtengd í gegnum ljós. Ljósið flæðir á milli okkar allra þó svo að fæstir sjái þann orkuflutning með berum augum. Þetta ljós er lífið sjálft. Þegar þú ferð að horfa á sjálfa/n þig sem andlega veru, tært ljós, mun persónuleiki þinn og þau hlutverk sem þú leikur í þessu lífi hætta að þvælast fyrir þér. Þú finnur meiri dýpt í tilveru þinni hér á jörðu.