Hver er þín leið?

Þú ert það sem þú vilt vera. Hlustaðu á þína innri rödd þér til leiðbeiningar. Þú heyrir rödd innra með þér sem leiðbeinir þér þangað sem þú átt að fara. Leiðin er vöruðu fyrirfram en þú hefur frjálsan vilja til að fara þínar eigin leiðir. Ef sú leið sem þú velur hentar ekki þínum sálarþroska muntu lenda á krossgötum og ef þú velur enn leið sem hentar þér ekki muntu lenda í öngstræti. Þá neyðistu til að snúa við og finna heppilegri leið út úr aðstæðum þínum. Allt miðar líf þitt að þroska sálarinnar, stundum þroskast hún hratt, stundum hægt.