Hver er þín gríma?

Hvaða grímu notar þú til að fela þig? Hvað heldur aftur af þér? Hvers vegna nærðu ekki að blómstra? Hvers vegna felurðu hver þú raunverulega ert? Ástæðurnar geta verið margar og flóknar. Til að þora að vera maður sjálfur þarftu hugrekki. Hugrekki til að láta ljós þitt skína. Byrjaðu á að hleypa ljósi þínu til maka þíns og barna. Svo geturðu veitt öðrum fjölskyldumeðlimum, systkinum og frændfólki hlutdeild af ljósi þínu með því að deila með þeim hugrenningum þínum og vangaveltum. Smám saman stækkar þægindahringur þinn og þú öðlast meira hugrekki til að vera þú. Þegar þú hefur fellt grímuna og komist nær kjarna þínum, sál þinni hefurðu ekki lengur neitt að fela. Þú ert heil/l, stöðug/ur, í jafnvægi og sátt. Þú ert ljósberi, þú ert farvegur guðsorkunnar, þú ert sköpuð/skapaður til að veita ljósinu brautargengi bæði þér og öðrum til hjálpar. Hafðu trú á að þín tilvist skipti máli til að gera heiminn að betri íverustað. Hafðu trú á að þín friðsæld hafi áhrif á samferðafólk þitt. Hafðu trú á að friður í hjarta þínu muni endurvarpast til annarra og þannig kemst á friður á jörðu.