Hver dagur færir þig nær ljósinu

Þegar þú finnur fyrir mótlæti skaltu muna að þroski þinn eflist við það. Meðvindur er hjálplegur þegar þú vilt komast hratt yfir en í mótvindinum þarftu að sýna útsjónarsemi og stýra seglum þínum eftir þeirri vindátt sem er nýtist best. Vindur herðir tré og sama gerist þegar þú mætir mótlæti, þú herðist og styrkist. Fylgdu eigin sannfæringu í hvívetna. Innsæi þitt er sterkara en öll rök þeirra sem sannfærðastir eru um að þeir hafi á réttu að standa. Þú veist hvað er þér fyrir bestu. Tenging þín við Guð innra með þér, hjálpar þér að tengjast betur innsæi þínu, þinni innri rödd. Heimurinn mun ekki breytast utan frá og inn, heldur innan frá og út. Þú verður að byrja á að breyta þér og þínum viðhorfum til alls og allra. Leyfðu þér að finna sátt innra með þér og byrjaðu að vaxa smám saman eins og fræ sem teygir sig upp úr moldinni í átt að sólu. Hver dagur færir þig nær ljósinu og dag einn nærðu að blómstra á þinn einstaka og fallega hátt.