Guð er allt umvefjandi kærleikur, ljós, orka og friðsæld. Guð er kjarninn í öllu, aflið sem tengir allt saman. Guð er alls staðar. Þegar þú skynjar nærveru Guðs, skynjarðu ólýsanlega mikinn kærleika. Þessi kærleikur er það sem þú átt að leggja áherslu á að dreifa til alls sem lifir. Máttur kærleikans er meiri en allt annað. Til þess að öðlast skilning á hve djúpur kærleikur getur orðið þarftu að gefa trú þinni og von nýja dýpt. Trúðu á að allt hið góða í heiminum muni sigra hið illa. Byggðu von þína á að vilji Guðs sé að verki og að endingu verði allt gott. Trú, von og kærleikur eru gildi sem þú ættir að hafa að leiðarstefi í lífi þínu.
Guð er líka viska. Viska sem skapar og drífur alheiminn áfram. Viska sem skapar þann veruleika sem þú hefur fyrir augunum. Viska Guðs er frumafl sem knýr allt áfram. Allt lýtur lögmálum þessa afls. Allt lýtur lögmálum Guðs. Þó þú sjáir ekki það afl sem er að verki þá geturðu tengst því og lært að nota visku Guðs til að leiða þig áfram í líinu. Guð elskar allt, umber allt og vill öllum vel.