Hugur eða hjarta?

Kyrrlátur hugur kveikir á kærleika í hjarta. Flestir taka ákvarðanir út frá ígrunduðum vangaveltum og að vel hugsuðu máli. Færri leyfa hjartanu að ráða för og taka því síður ákvarðanir út frá innsæi sínu. Allar þær ákvarðanir sem þú tekur hafa áhrif á framtíð þína. Þér var gefinn frjáls vilji og því er framtíðin mikið til í þínum höndum. Þegar þú stendur frammi fyrir ákvörðunum sem krefjast þess að þú þarft að velja á milli A eða B eða jafnvel velja nýja leið í lífi þínu skaltu temja þér að kyrra hugann og athuga hvað hjartað segir þér. Hvernig er tilfinning þín gagnvart ákvörðunni sem þú stendur frammi fyrir? Ertu að láta efnið eða andann ráða för? Ef valið snýst um fjárhag þinn, getur verið að þú þurfir tímabundið að herðar sultarólina og hættta að spenna bogann hátt. Hvort vegur þyngra andleg vellíðan eða efnaislegt öryggi? Vissulega helst þetta tvennt í hendur en þegar öllu er á botninn hvolft reynist farsælla að leyfa hjartanum að ráða för þó það virðist kannski ekki skynsamlegt í fyrstu.