Hugsanir

Frelsið og friðurinn byrjar í huganum. Þegar þú hefur lært vel á huga þinn og tilfinningar hættirðu að bregðast við aðstæðum á óviðeigandi máta. Hver einasta hugsun hefur áhrif á hvernig þér líður og líðan þín hefur áhrif á hvernig þú hegðar þér. Það má líta á heila þinn sem móttökustöð fyrir allar þær hugasanir sem eru á sveimi í kringum þig. Sumar þeirra eru ætlaðar þér, aðrar ætlaðar öðrum. Þið eigið enn margt ólært um hugann en eitt er víst að hugsanir eru ekki skapaðar í heila hverrar mannveru. Heilinn meðtekur hugsanirnar, flokkar þær og greinir. Temdu þér að hlúa vel að hvaða hugsunum þú veitir athygli. Staldraðu stutt við erfiðar neikvæðar hugsanir, þær gera þér ekki gott. Hugsanir sem efla þig, hressa og kæta eru þær sem þú skalt vökva og næra. Vandaðu einnig vel það sem þú lætur út úr þér. Orð geta huggað, en orð geta einnig grætt. Eins og Jesús sjálfur sagði þá skiptir meira máli hvað við látum út úr okkur en það sem fer inn um varnar.