Hugrekki til að efla ljósið

Varkárni er eiginleiki sem gott er að hafa sér í lagi þegar maður er staddur í háska en hugrekki er eiginleiki sem flestir ættu að temja sér. Hugrekki til að fylgja eigin hjarta. Hugrekki til að þora að vera maður sjálfur. Hugrekki til að tjá sína skoðun. Hugrekki til að ganga á undan með góðu fordæmi. Hugrekki til að standa með sjálfum sér. Sá sem er hugrakkur brýtur sér leið í gegnum myrkrið og þokuna. Leið sem hjartað vísar honum í átt að ljósinu. Vertu viss um að við enda ganganna, við enda þinna erfiðleika, við enda allra erfiðleika, sé ljós yfirfullt af kærleika, ást og umhyggju. Vertu viss um að ljósið sigrar myrkrið. Ljósið mildar vanlíðan, ótta og sorg. Ljósið er innra með þér og utan við þig. Ljósið er allt sem er. Án ljóssins væri ekkert líf. Án ljóssins er engin orka til. Án ljóssins er bara myrkur og tóm. Ljósið er það sem gefur lífinu gildi. Ljósið ert þú. Ljósið er Guð.