Innra með þér býr kraftur, ólgandi kraftur sem þráir að verða sýnilegur. Þegar þú finnur að þú býrð yfir hugmynd sem bærist innra með þér skaltu leyfa hugmyndinni að öðlast líf. Sjáðu fyrir þér sjálfa/n þig eins og jörðina. Innra með jörðinni er ólgandi hraun, ólgandi kraftur sem þrýstist öðru hvoru upp á yfirboðið. Hugmyndir þínar, hugsjónir og sköpunarkraftur er ekki ólíkur kraftinum sem býr í iðrum jarðar. Þegar spennan er orðin mikil þarf yfirborðið að bresta svo jafnvægi geti hlotist aftur. Hugmyndir þínar og drifkraftur sem fá ekki að komast upp á yfirboðið, verða sýnilegar, geta myndað spennu innra með þér sem óbærilegt er að halda niðri. Hleyptu þínum innri krafti fram í dagsljósið. Leyfðu öðrum að sjá hvað í þér býr. Leyfðu þér að gjósa eins og fallegu eldfjalli, skapa nýja jörð, frjóan jarðveg þar sem náttúran getur öðlast nýjan vetvang til að vaxa á. Hugmyndir þínir og áform eru bæði þér og öðrum til framdráttar. Gerðu allt sem í þínu valdi stendur til að leysa þær úr læðingi. Skapaðu ný tækifæri.