Hlúðu að þér

Hefurðu velt því fyrir þér að hvert og eitt okkar hefur mikilvægu hlutverki að gegna í samfélagi manna? Hvernig ert þú að nýta hlutverk þitt til hins ítrasta? Ertu að nýta hæfileika þína til fulls? Ertu að rækta sérgáfur þínar og náðargjafir öðrum til góðs? Ef ekki þá er tími til kominn! Hættu að efast um að þú sért ekki með neitt fram að færa, að þú sért bara eins og allir hinir. Þú ert einstök/einstakur því enginn annar í heiminum er eins og þú. Lofaðu það og þakkaðu fyrir allar þær vöggugjafir sem þú fékkst. Ef þú hefur ekki verið að rækta þær að undanförnu skaltu gefa þér stund á hverjum degi til að sinna einni þeirra. Hlúðu að þér svo þú megir blómstra. Hlúðu að þér svo við hin megum þiggja nærveru þína og njóta hæfileika þinna. Hlúðu að þér svo ljós Guðs geti streymt óhindrað í gegnum þig. Leyfðu Guði að sjá þig vaxa og dafna, leyfðu okkur hinum að sjá þig vaxa og dafna. Gerum samfélagið betra með þinni hjálp. Í Guðs heilaga nafni, amen.