Hleyptu kærleika inn í líf þitt.

Elska skaltu náunga þinn eins og sjálfan þig. Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Kærleikurinn er æðstur allra, í öllu, umvefur allt. Þegar þú hleypir Guði inn í líf þitt verður lífið auðveldara. Þú munt eiga auðveldara með að elska, fyrirgefa og ná þeim markmiðum sem þú setur þér. Með Guð í þínu liði öðlastu meðbyr í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur. Ef þú afneitar tilvist Guðs ertu í raun að afneita tilvist kærleikans. Hleyptu kærleika inn í líf þitt, sýndu kærleika í orðum þínum og verkum. Þegar þú gefur af þér kærleika og sýnir öðrum ást og væntumþykju muntu fá gjafir þínar endurgoldnar. Kærleikann þarf að rækta og gefa rými til að þroskast. Búðu til pláss í þínum garði svo ávextir kærleikans geti vaxið og dafnað. Sýndu náunga þínum kærleika í verki. Þú munt uppskera ríkulega, bæði í þessu lífi og í eftirlífinu.