Hin andlega leið

Farðu þér hægt. Það krefst þolinmæði að rata hina andlegu braut. Þegar þú gefur þér stund til að hlýða á leiðsögn frá þeim andans verum sem fylgja þér áttu auðveldara með að taka ákvarðanir sem skipta þig raunverulegu máli. Þroski sálarinnar byggir á velgengni þinni til að sjá lausnir á þeim vandamálum eða verkefnum sem fyrir þig eru lögð. Þegar lífsgöngu þinni er lokið í þeirri jarðvist sem þú ert í nú muntu fá tækifæri til að líta yfir líf þitt og vega og meta hvernig til tókst. Þú uppskerð eins og þú sáir og því skaltu vanda vel hvað þú segir við samferðafólk þitt og hvernig þú ráðstafar tíma þínum og orku. 

Gefðu þér reglulega stund til að staldra við og spyrja þig hreinskilningslega hver þú ert. Svarið finnurðu djúpt innra með þér, þegar persónuleikagríman og hlutverkin sem þú leikur eru tekin frá. Mundu að þú er sál með líkama en ekki líkami með sál. Þjálfaðu þig í að sjá aðra sem tært ljós, neista af guðsorkunni. 

Samferðafólk okkar kemur og fer og hefur hver og einn ákveðinn tilgang í lífi okkar hverju sinni. Þegar samskipti eru ekki lengur nærandi og uppbyggjandi er kominn tími til að leita nýrra leiða til andlegs þroska. Stattu alltaf með sjálfri/um þér og finndu út hvað er þér fyrir bestu.