Himnaríki

Himnaríki er staður í hjarta hvers manns. Himnaríki er birtingarmynd friðar, gleði, hamingju, ástar og kærleiksríks samfélags. Slíku samfélagi ber öllum að vinna í að koma á meðal manna. Þið eigið minnningu um himnaríki í hjörtum ykkar, því þaðan sem þið komuð er það sem þið kallið himnaríki. Boðskapur Biblíunnar ber vott um þessa hugsun, þ.e. að ykkur ber að skapa himnaríki á jörðu. Þið hafið allt sem þarf til að þessi sýn geti orðið að veruleika. Lítið á blómin, dýrin, náttúruna. Allt er töfrum líkast. Þið getið skapað samfélag þar em allt er í flæði við náttúruna og ykkar sanna innra eðli. Hleypið ljósi Guðs að í ykkar daglega líf og þá verður hvert orð, gjörðir og sköpun ykkar himnesk.

Miðlun 28.10.21