Heilunarmáttur kærleikans

Að skynja kærlekann er eins og að taka á móti skilyrðislausri elsku og gefa frá sér skilyrðislausa elsku. Til þess að það sé mögulegt þarftu að temja þér hreint hjartalag og fallegan ásetning í lífinu. Ef hjarta þitt er laskað eftir áföll og raunir ber þér að hreinsa hjartað og fægja svo það geti aftur orðið eins og skínandi gull. Það eru til ýmsar gagnlegar leiðir til að heila hjartað en mikilvægast af öllu er að fyrirgefa, bæði þér öog öðrum, svo þú getir haldið áfram veginn, léttari á líkama og sál. Hvort sem hjarta þitt er heilt eða ekki geturðu leyft ljósi kærleikans að flæða um það, því ljós kærleikans hefur mesta heilunarmátt sem til er í heiminum. Hjarta sem finnur ekki lengur fyrir ástríðu gagnvart verkefnum lífsins hættir að tifa í kærleiksríkum takti. Finndu ástríðu í því sem þú tekur þér fyrir hendur. Ef ástríðan er ekki til staðar, ef hjartað leiðir ekki för, er kominn tími til að hlusta betur á innsæið, hlusta betur á hjartað og finna út hvað þig langar til að gera, hvar þú vilt að kraftar þínir nýtist, hverjum þú vilt hjálpa, hvernig þú vilt bæta samfélagið. Leyfðu kærleikanum að umvefja þig og heila hjarta þitt svo þú megir vaxa í það hlutverk sem þér er ætlað að sinna.