Heilt hjarta

Leið þín að heilbrigðara lífi liggur í gegnum heilt hjarta þitt. Þú berð vafalaust mörg áföll í hjarta þínu sem þarf að heila. Ein leið til þess er að hugleiða inn á hjarta þitt og sjá það fyrir þér sem heilt. Slepptu taki af þeim tilfinningum sem þar leynast og eru ekki lengur að þjóna þér. Andaðu djúpt að þér kærleika og fylltu hjarta þitt af tilfinningunni. Í hverjum andardrætti sérðu fyrir þér kærleikann breiðast út, fylla hjartað og smám saman fylla bringuna og allan líkamann. Í hverjum andardrætti tengistu betur sjálfri/um þér. Í hverjum andardrætti tengist betur ljósinu innra með þér. Í hverjum andardrætti finnurðu hvernig ljós Guðs tengist hjarta þínu. Þegar þú hefur fundið kærleikann fylla líkama þinn geturðu séð fyrir þér hvernig kærleikurinn streymir frá þér eins og ljósgeisli frá hjartanu, augunum og höndunum. Sjáðu þetta myndrænt fyrir þér fyrst um sinn. Byrjaðu á að hlúa að þér og þínu hjarta. Þegar þú treystir þér síðan til að breiða út kærleikann geturðu gert það þegar þú mætir einstakling sem þú finnur að þarf auka ást og umhyggju. Þá geturðu kallað fram sýn þína og umvafið einsktaklinginn með ljósi frá hjarta þínu, augum og/eða snertingu frá höndum þínum og faðmlagi. Kærleikurinn umvefur allt, kærleikurinn elskar allt. Án kærleika er ekkert. Þú ert boðberi kærleikans.