Haustið

Haustið er sá tími þegar jörðin undirbýr sig til að fara í dvala. Þú getur líka notað haustið til að hægja á þér og undirbúa komandi vetur.

  • Hvað er það sem þú getur sleppt taki af sem nærir þig ekki lengur?
  • Hverju geturðu hent, losað þig við eða gefið?
  • Er eitthvað sem má fara inn í skáp og bíða betri tíma?
  • Áttu í samskiptum við fólk sem tekur frá þér orku? Samskiptum sem mætti „salta“ í einhvern tíma til að sjá hvort málin leysist mögulega sjálfkrafa?

Notaða haustið til að hlúa að þér. Þú gætir fundið fyrir meiri viðkvæmni. Þú gætir fundið fyrir söknuði yfir því sem þú hefur misst. Leyfðu tilfinningum þínum að koma upp á yfirborðið, fáðu útrás fyrir þeim á einhvern máta s.s. með því að gráta, ræða um það sem er að íþyngja þér, skrifa þig frá því eða fara í hressandi göngutrú við sjávarsíðuna þar sem rokið getur hjálpað þér að feykja tilfinningunum út á hafsauga. Slepptu taki af þeim tilfinningum sem þú ert tilbúin/n að losa þig við, fyrirgefðu sjálfum þér og öðrum. Leyfðu haustinu að hafa áhrif á þig á mildilegan hátt. Taktu eftir litum laufanna. Fylgstu með þegar eitt og eitt lauf fellur af trjágrein til jarðar. Jörðin tekur á móti og umbreytir, líkt og hún getur tekið á móti því sem þú vilt losa þig við og umbreyta.

Þú getur séð fyrir þér að þú sért tré með fallegum haustlaufum í rauðu, appelsínugulum og gulum litum. Ímyndaðu þér að vindurinn feyki nokkrum laufum í einu af trjágreinum þínum. Með hverju laufi sleppirðu taki af óþarfa áhyggjum og öðrum tilfinningum. Ímyndaðu þér að jörðin taki á móti laufunum og umbreyti þeim í mold. Jörðin getur tekið á móti öllu því sem þú vilt ekki lengur í lífi þínu og umbreytt því í annað orkuform. Notaðu haustið til umbreytinga. Slepptu taki og haltu áfram léttari í lund.