Jólin eru hátíð ljóssins. Hátíð kærleikans sem Jesús Kristur minnti okkur svo fallega á að varðveita í hjörtum okkar. Jesús fæddist í þeinnan heim til að minna okkur á að ljósið er innra með hverjum manni, ljósið sigrar myrkrið, ljósið er eilíft. Með fæðingu Jesú fengu mennirnir gjöf í formi barns sem kom í heiminn saklaust og hreint. Tilkoma fæðingar Jesú var til að efla ljós meðal manna á tímum sem voru myrkir. Í dag eru átakanlegri tímar þar sem fleiri og fleiri eru að vakna til vitundar um mátt ljóssins. Því ber að fagna. Minnumst fæðingar Jesú, boðbera ljóssins, gleðjumst og sýnum þakklæti yfir tilveru hvers annars. Megi gleði ríkja í hjörtum okkar um þessi jól í nafni Jesú Krist.