Hamingjuþrá

Hvað gerir þú til að rækta andann? Gefurðu þér stund á hverjum degi til að tengjast sjálfri/um þér eða líður líf þitt áfram án þess að þú staldrir við og gefir gaum að hver þú raunverulega ert? Ertu sífellt á þönum í kapphlaupi við tímann, að klifra upp metorðastigann? Hefurðu leitt hugann að því hvers vegna þú vilt eignast hluti, fá meira? Hvaða tómarúm ertu að fylla? Getur verið að tómarúmið sem þú ert að reyna að fylla með hlutum og upplifunum sé skortur á andlegri tengingu?

Við þráum öll að finna hamingju því hamingjan er ástand sem við munum öll eftir frá himnaríki. Ekkert utanaðkomandi nær að fylla þessa miklu þrá. Hamingjan kemur einvörðungu innan frá, þegar þú ræktar tengingu þína við alheimselskuna. Sú hamingjutilfinning kemur innan frá og flæðir um þig óhindrað.