Guðdómleg gyðja

Innra með þér er guðdómleg gyðja. Þú býrð yfir fegurð hennar og visku. Þegar þú nærð tengingu við hana munu dagar þínir umbreytast. Þú munt geisla af gleði, hlæja meira, sjá fegurðina í kringum þig og ljóma af ást og umhyggju. Þessi gyðja býr innra með öllum, jafnt konum sem körlum. Hleyptu henni fram í dagsljósið. Leyfðu þér að dansa, faðma, elska og hrífast af mikilfengleika lífsins. Gyðjan sem þú ert, er hluti af orku Almættisins, alheims viskunni. Kvenlægir og karllægir eiginleikar tengjast þessari orku sem og aðrir eiginleikar sem ekki er hægt að flokka sem kven- eða karllæga.

Mannkynið þarf á mildu orku gyðjunnar að halda. Hún geymir visku, elsku, léttleika, sköpunarkraft og fegurð. Það er nóg af þungri orku efnisins í heiminum í dag. Finndu gyðjuna innra með þér, hleyptu henni upp á yfirborðið, vertu í sátt við sjálfa/n þig, brostu og fagnaðu lífinu.