Guð heyrir allar þínar bænir

Bæn er samtal þitt við Guð. Guð heyrir allar þínar bænir, hvort sem þær eru sagðar upphátt eða í hljóði. Þegar þú biður ertu að forma hugsanir þínar í ósk sem þú þráir að rætist eða þökk fyrir það sem þú hefur öðlast. Einlæg ósk um velgegni, vernd, að þér eða öðrum sé fyrirgefið eða þakklæti yfir því sem þér eða öðrum hefur verið veitt. Kenndu barni að biðja frá hjartanu og temdu þér einnig að biðja frá hjartanu. Samtal þitt við Guð er mikilvægt til að styrkja samband ykkar á milli. Bæn er máttugri en þú getur ímyndað þér.

Biðjum fyrir betri heimi. Biðjum fyrir heilögum jólum og fallegu jólahaldi meðal jarðarbúa. Biðjum fyrir frið á jörðu. Biðjum fyrir blessun alls mannkyns. Biðjum fyrir auknu ljósi í hjarta manna. Biðjum fyrir þér og mér. Biðjum í Jesú blessaða nafni, Amen.