Guð er kærleikur í sinni tærustu mynd

Kristur boðaði kærleika meðal manna.

Gefur þú rými fyrir kærleika á hverjum degi?

Hugarðu að því að tengjast hjarta þínu og sína þér sjálfsást og mildi?

Deilirðu kærleika með þeim sem á vegi þínum verða?

Kærleikur umber allt og elskar allt. Kærelikurinn fellur aldrei úr gildi. Kærleikur er lífið sjálft, án kæreika Guðs er ekkert líf, engin tilvera. Guð er kærleikur í sinni tærustu mynd, uppspretta ljóss og friðar. Þegar þú tengist hjarta þínu og finnur kærleikann sem þar býr, tengistu guðlega kjarna þínum.

Dveldu í kærleikstilfinningunni nokkra stund og finndu hana breiðast um líkamann í hverjum andardrætti. Kannski sérðu fyrir þér einhvern lit á þessari tilfinningu, kannski sérðu fyrir þér ljós breiðast út. Leyfðu því að gerast sem gerist og finndu flæðið óhindrað streyma um þig. Leyfðu nú kærleiksflæðinu að streyma frá þér og hugsaðu til þeirra sem þér þykir vænst um. Útvíkkaðu svo ljósstreymið til nágranna, vina og samferðafólks sem standa þér aðeins lengra frá og síðan heldurðu áfram að dreifa kærleiksljósinu huglægt til allra sem búa á landinu þínu og öðrum löndum jarðar.

 Þú ert kærleikur, þú ert ljós, þú ert guðleg sál í líkama sem þjónar ljósinu á hverjum degi. Líkami þinn er farvegur ljóssins, farvegur Guðs. Án þín getur ljósið ekki dreifst eins vel um jörðina. Guð þarf þína hjálp til að gera himnaríki á jörðu að veruleika, til að samfélag manna og dýra nái jafnvægi þar sem friður, kærleikur, ást og umhyggja ríkir.