Grunnstef náttúrunnar

Grunnstef náttúrunnar og alls alheims er Om, sem merkir „ég er“. Om er fyrsta hljóð alheims, andardráttur Guðs. Til að meðtaka þetta hljóð þarftu að hlusta á þögnina. Gefðu þér stund í kyrrð, án alls áreitis. Til að tengjast þögninni þarftu að læra að sleppa taki af hugsunum þínum og öðrum truflunum bæði ytra og innra. Þegar þú hefur þjálfað þig í þessu hætta skynfæri þín að nema áreitið og þú nærð að draga alla athygli þína að innri kyrrð, þar sem friður og ró ríkir. Þetta tekst ekki nema með þjálfun og æfingu. Vittu til, árangurinn mun koma í ljós. Þú munt undrast þá dýpt sem í þögninni býr. Dýpt sem kemur frá kærleika Guðs.